Um okkur

Trú og Líf byrjaði sem Útvarpsþáttur fyrir Lindina FM 102,9 þar sem Gunnar og Svava vildu reyna að gera þætti sem myndi hjálpa fólki að lifa í ljósi trúar sinnar á praktískan hátt með því að fjalla um Biblíuna í leit að því að Biblían myndi upplýsa huga okkar, umturna hjörtum okkar og undirbúa hendur okkar til að lifa fyrir Jesú Krist.

Út frá þættinum kom hugmynd um að gera hann að hlaðvarpi, og svo sú hugmynd að gera Trú og Líf að heimasíðu þar sem fólk gæti leitað í kennslur, þætti og greinar sem gæti hjálpað þeim að skilja trú sína betur, en hugmyndin er að byrja á þessu og gera svo ýmislegt annað svo lengi sem það passar við markmið okkar sem er að upplýsa huga okkar, umturna hjörtum okkar og undirbúa hendur okkar með Biblíulegum sannleik.