Ég vil fylgja Jesú…. Hvað nú?

Ef þú tekur þá ákvörðun að fylgja Jesú þá ertu að taka bestu ákvörðun þíns lífs sem hefur ekki einungis áhrif á þitt líf hér og nú heldur að komandi eilíf! Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga, ef þú ert með spurningar eða langar að leyfa okkur að biðja með þér þá endilega sendu á okkur skilaboð neðst á síðunni, hér koma 5 atriði sem ber að hafa í huga ef þú ætlar að fylgja Jesú:

  1. Vertu viss um að þú skiljir frelsunarverk Jesú.
    Fyrra Jóhannesarbréf 5:13 segir: “Þetta hef ég skrifað ykkur, sem trúið á nafn Guðs sonar, til þess að þið vitið, að þið hafið eilíft líf.” Guð vill að þú skiljir frelsunarverk Jesú. Guð vill að þú gangir í fullvissu um að þú sért frelsaður/uð, svo byrjum á hvað frelsunarverk hans snýst um:

    a) Allir Hafa syndgað, við höfum öll gert og sagt hluti sem hafa farið á móti vilja Guðs fyrir okkar líf (Rómverjabréf 3:23).

    Smelltu hér til að hlusta á Trú og Líf þátt um hvað synd er.

    b) Útaf synd okkar þá eigum við öll skilið að vera eilíflega aðskilin Guði (Rómverjabréf 6:23)

    c) Jesús kom, lifði lífinu sem við gátum ekki lifað, og dó dauðanum sem við áttum skilið til að taka á sig refsingu vegna okkar synda (Rómverjabréf 5:8, 2. Korintubréf 5:21), hann tók og "afmáði skuldabréfið sem þjakaði okkur með ákvæðum sínum, hann tók það byrt með því að negla það á krossinn” (Kólussbréf 2:14), tann tók á sig okkar skömm, okkar refsingu og okkar skuld svo við gætum lifað og átt von um eilíft líf í honum, réttlát og hrein fyrir hans verk, og hans upprisa staðfestir að hans fórn var nóg til að greiða fyrir okkar synd.

    d) Guð fyrirgefur og gefur frelsi hverjum eim sem trúa á Jesú, treystandi á dauða hans í okkar stað fyrir okkar synd (Jóhannesarguðspjall 3:16, Rómverjabréf 5:1, Rómverjabréf 8:1)

    e) Heilagur Andi býr innra með okkur varanlega frá því að við komum til trúar. Hann fullvissir okkur um eilíft líf. Hann kennir okkur Guðs Orð og gefur okkur kraft og visku til að lifa samkvæmt því.

    Þetta er boðskapurinn um frelsunarverk Jesú Krists, þetta er fagnaðarerindið! Ef þú hefur treyst á Jesú Krist sem frelsara þinn, og í því gefið þig undir hans vald og játað hann sem Drottinn þinn, eða þann sem stjórnar héðan í frá (Rómverjabréf 10:9-10), þá ertu hólpinn! Allar syndir þínar eru fyrirgefnar, og Guð lofar að skilja þig aldrei eftir (Rómverjabréf 8:38-39, Matteusarguðspjall 28:20). Mundu að frelsun þín er örugg í Jesú (Jóhannesarguðspjall 10:28-29). Ef þú treystir á Jesú einan sem frelsara þinn, þá getur þú gengið um með fullvissu um að þú munt að eilífu með honum vera á himnum.

    Smelltu hér ef þú vilt heyra Gunnar tala um þenann boðskap í einni kennslu hja Trú og Líf.

  2. Finndu góða kirkju sem kennir Biblíuna.
    Ekki hugsa um kirkju sem byggingu. Kirkjan er fólkið. Það er mjög mikilvægt að þeir sem trúa á Jesú Krist eigi samfélag við hvort annað. Þetta er eitt af megin ástæðum fyrir kirkjunni. Þegar þú byrjar að lesa Biblíuna munt þú taka eftir því að nánast allt sem er skrifað er skrifað til einstaklinga í fleirtölu, kristna lífið var ekki hannað fyrir það að gera það einn. Nú þegar þú hefur ákveðið að fylgja Jesú þá leggjum við til að þú finnir þér kirkju sem trúir og kennir Biblíuna og talir við forstöðumanninn/prestinn/öldunginn þar. Láttu hann vita af því að þú sért nýr í trúnni.

    Annar tilgangur kirkjunnar er að kenna Biblíuna. Þú getur lært að eigna þér Guðs orð í hvernig þú lifir þínu daglegu lífi og fengið að skilja það að Biblían er æðsta vald okkar fyrir trú og lifnaðarhátt. Síðara Tímóteusarbréf 3:16-17 segir: “Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttinar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur til sérhvers góðs verks.”

    Annar tilgangur kirkjunnar er að tilbiðja Guð fyrir allt það sem hann hefur gert! Guð hefur frelsað okkur. Guð elskar okkur. Guð sér um okkur. Guð leiðir okkur. Hvernig getum við þakkað honum? Guð er heilagur, réttlátur, kærleikur, miskunnsamur og fullur náðar.
    Opinberunarbókin 4:11 segir: “Verður ert þú, Drottinn okkar og Guð, að fá dýrðina og heiðurinn og máttinn, því þú hefur skapað alla hluti, og fyrir þinn vilja urðu þeir til og voru skapaðir.”

    Smelltu hér og hér ef þú vilt heyra 2 Trú og Líf þætti sem beinast að því hvað er gott að hafa í huga þegar þú velur þér kirkju til að tilheyra.

  3. Settu tíma á hverjum degi til að einblýna á Guð.
    Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga tíma með Guði á hverjum degi. Sumir gera þetta á morgnanna, aðrir á kvöldin. Það skiptir ekki máli hvenær þú gerir það svo lengi sem þú gerir það. En hvernig eyðum við tíma með Guði?

    a) Bæn. Bæn er að tala við Guð. Talaðu við hann um hvernig þér líður, um áhyggjur þínar og vandamál, og lofaðu hann fyrir hver hann er. Biddu Guð um visku og leiðslu. Biddu hann um að sjá fyrir því sem þú þarft. Segðu honum hvað þú elskar hann og ert þakklátur fyrir hann og allt það sem hann gerir fyrir þig. Biddu hann um að fyrirgefa þér syndir þínar og gera þig líkari honum. Þetta er það sem bænin snýst um.

    Til að hlusta á þátt af Trú og Líf sem tengist bæn þá getur þú smellt hér.

    b) Lesa Biblíuna. Ekki bara læra á sunnudögum eða í heimahópum um Biblíuna, lestu hana sjálf/ur og leyfðu henni að lesa þig, þegar þú sérð eitthvað í lífi þínu sem þig vantar, eða þarf að breytast, stoppaðu og vertu með Guði í bæn. Biblían hefur allt sem þarf til þess að lifa hinu Kristna lífi. Biblían leiðir okkur og gefur visku, Biblían kennir okkur hvernig á að þekkja vilja Guðs, hvernig á að þjóna öðrum, og hvernig á að vaxa andlega. Biblían er Guðs orð til okkar. Biblían er lykilatriði í því að þekkja Guð og gera okkur hæf til að segja frá honum og gera hann þekktan.

    Til að hlusta á þátt af Trú og Líf sem tengist Biblíulestri smelltu hér.

  4. Þróaða samband við fólk sem getur hjálpað þér andlega.
    Fyrra Korintubréf 15:33 segir: “Villist ekki. Vondur félagsskapur spillir góðum siðum.” Biblían er full af viðvörunum við því að umgangast slæman félagssakap og hvernig áhrif það getur haft á okkur. Það er auðveldara að draga fólk niður frekar en að draga fólk upp, svo passaðu þig á því að hafa í kringum þig fólk sem leitast eftir því að draga þig upp.

    Reyndu að finna einn eða tvo vini, mögulega frá kirkjunni, sem geta hvatt þig áfram (Hebreabréf 3:13 & 10:24). Biddu vini þína um að halda þér við efnið þegar það kemur að því að eyða tíma með Guði, hvað þú ert að gera og hvernig gangan þín með Jesú gengur og spurðu hvort þú getir gert það sama fyrir þá. Þetta þýðir ekki að þú þarft að aðskilja þig frá öllum sem fylgja ekki Jesú, haltu áfram að vera vinur þeirra og elska þá, en láttu þá vita að líf þitt er breytt og að þú getir ekki gert allt það sem þú gerðir áður. Biddu Guð um rækifæri til að sýna þeim Jesú í hegðun þinni og segja þeim frá Jesú.

    Til að hlusta á þátt af Trú og Líf sem tengist því að vera “lærisveinn” smelltu hér.

  5. Láttu skíra þig
    Margir hafa misskilið hvað skírn er. Gríska Orðið sem var notað fyrir skírn í Biblíunni var er orðið baptize sem þýðir að dífa einhverju í vatn, skírn er Biblíulega leiðin til að játa þína nýju trú á Krist og er mynd uppá skuldbindingu þína um að fylgja Jesú Kristi. Skírn er mynd uppá að vera grafinn með Kristi, og að koma upp úr vatninu er mynd uppá að rísa upp sem nýsköpun í Kristi. Þegar þú skírist ertu að skuldbinda þig við krist, og í því að minna þig á að okkar verkefni er nú að afneita sjálfum sér og fylgja Jesú (Rómverjabréf 6:1-6).

    Skírnin sjálf er ekki það sem frelsar þig heldur það sem hún er mynd uppá, þ.e.a.s. ákall til Guðs um hreina samvisku. Skírnin er leiðin fyrir þig til að segja fólki frá: Ég ætla að fylgja Jesú og trúa því og treysta að hann einn hefur frelsað mig fyrir sitt verk á krossinum. Ef þú ert tilbúin/n að láta skíra þig þá mælum við með því að þú talir við forstöðumanninn/prestinn/öldunginn þinn.

    Til að hlusta á þátt af Trú og Líf sem tengist skírn getur þú smellt hér.

Varstu að taka ákvörðun um að fylgja Jesú? Endilega láttu okkur vita: